Alþjóðlegt bridgemót á Siglufirði í haust

Reiknað er með 120-180 þátttakendum á alþjóðlegu bridemóti sem haldið verður á Siglufirði dagana 23.-25. september 2016.  Mótið verður haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði en Fjallabyggð styrkir mótið með því að veita aðgang að húsnæðinu án gjalds.  Keppt verður í parakeppni á föstudeginum en liðakeppni á laugardag og sunnudag. Verðlaun fyrir 1. sæti í parakeppni er 500.000 kr, 2. sæti 320.000 kr, 3. sæti 190.000 kr. Í liðakeppni eru verðlaun fyrir 1. sæti 750.000 kr, 2. sæti 500.000 kr. og 3. sæti 190.000 kr. Mótið heitir á ensku The Icelandic Northern Lights Bridge Festival.

Formaður Bridgefélags Siglufjarðar er Sigurbjörn Þorgeirsson.

DSCN0781