Alþjóðlegi snjódagurinn í Tindastóli

Skíðasvæðið Tindastóli við Sauðárkrók heldur uppá  alþjóðlega snjódaginn, sunnudaginn 21. janúar, og verður dagskrá í boði fyrir börn og unglinga.

Dagskrá:

Kl. 11:00 : Skíðasvæðið opnar. Öll börn yngri en 18 ára fá frítt í fjallið.
Kl. 11:30 : Fígúrusmíði. Fyrir þá  sem vilja gera hús, snjókarl eða eitthvað skemmtilegt.
Kl. 12:00 : Snjóleikjabraut. Svigbraut fyrir alla sem vilja prófa.
Kl. 12:30 : Gönguskíðatrimm. Létt og skemmtileg göngubraut verður í fjallinu.
Kl. 13:00 : Snjóþoturall. Komdu með snjóþotuna eða stigasleðann.