Alþjóðleg golfmótaröð unglinga á Akureyri

Alþjóðlegt golfmótaröð unglinga verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 26. – 29. júlí. Keppendur eru frá löndum eins og Zimbabwe, Rússlandi, Noregi, Austurríki, Hollandi og víðar.

Global Junior Golf Tour og 21 Golf league eru mótaraðir sem haldnar er á heimsvísu fyrir krakka á
aldrinum 12 – 21 ára og munu mótaraðirnar fara fram á Jaðri á Akureyri næstu þrjú árin.  Mótið verður haldið í tengslum við Icelandic Summer Games sem haldnir verða á Akureyri um Verslunarmannahelgina.

GJG Tour er sterk mótaröð þar sem krakkar víðsvegar að úr heiminum fá tækifæri til að keppa sín á
milli í golfmótum sem eru sett upp líkt og um atvinnumannamót væri að ræða og fá þannig innsýn inn
í þannig umgjörð.

1467194404_plagat-golf