Undanfarin ár hefur skipulagður opnunartími Síldarminjasafnsins á Siglufirði miðast við 1. maí, en í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður seinkun á sumaropnun safnsins í ár fram til 15. maí. Það þýðir þó ekki að safnið sé lokað, síður en svo, en safnið er opið samkvæmt samkomulagi fram að þeim tíma.
Gestir eru hvattir til að hafa samband í síma 467 1604 – eða senda tölvupóst á netfangið safn@sild.is til þess að bóka opnun næstu tvær vikurnar.