Í dag, uppstigningardag, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju og hefst hún kl. 14.00.
Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Undirleikarar og stjórnendur verða Rodrigo J. Thomas og Sturlaugur Kristjánsson.
Ræðumaður verður Stefán V. Ólafsson. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Að lokinni guðsþjónustu býður Systrafélag Siglufjarðarkirkju í vöfflukaffi í safnaðarheimilinu.