Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt til breytingar á reglugerð sem fela í sér að sama gjald, 500 kr. verði tekið fyrir röntgenmyndatöku á brjóstum vegna krabbameinsleitar, óháð því hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, s.s. vegna BRCA arfgerðar.
Krabbameinsfélagið og Brakkasamtökin vöktu athygli á því að konur með BRCA gen og konur sem lokið hefðu krabbameinsmeðferð og þyrftu eftirlit greiddu margfalt hærra gjald fyrir röntgenmynd af brjóstum en konur sem gangast undir lýðgrundaða skimun. Eftir fund með Brakkasamtökunum og skoðun innan ráðuneytisins tók heilbrigðisráðherra ákvörðun um að samræma gjaldtökuna í 500 kr. vegna röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar árlega.
Breytingin er í samræmi við þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í krabbameinsmálum sem Alma lagði fram og mælti fyrir í vikunni og kveður á um jafnt aðgengi að krabbameinsþjónustu, óháð samfélagsstöðu