Vegagerðin greinir frá því nú í hádeginu að allur akstur sé bannaður um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða.
Viðbót kl. 22: Vegagerðin segir enn að allur akstur sé bannaður og að Ólafsfjarðarmúlinn verður ekki mokaður í dag.
Eina leiðin í dag frá Ólafsfirði er í gegnum Héðinsfjörð og Siglufjörð, Lágheiðin er líka ófær.