Síldarævintýrið á Siglufirði verður haldið nú um helgina eins og venja er. Fjölbreytt dagskrá er fyrir fjölskyldufólk og tilvalið að skella sér í Fjallabyggð um helgina. Á dagskránni fyrir börnin er meðal annars Leikhópurinn Lotta á fimmtudag, sjóstöng og útsýnisferðir á bátnum Steina Vigg alla helgina, Leiktæki á Blöndalslóð alla helgina, Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á laugardag, Söngvaborg, Veltibíll, Söngvakeppni barna, Einar Töframaður, Lína langsokkur, fjölskylduratleikur í Skógræktinni og margt fleira. Hægt er að sjá alla dagskránna á heimasíðu Fjallabyggðar.

Næga gistingu er að finna í Fjallabyggð, bæði á tjaldsvæðum og gistihúsum, hótelum og í heimagistingu en upplýsingar um það má finna hér á síðunni.

13606855_1901288043431376_8072556435931183039_n