Allt að gerast á Skíðasvæði Siglfirðinga

Nýtt Bungulyftuhús með salernisaðstöðu hefur verið komið fyrir á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, en farið var með húsið upp í fjall í dag. Vatn, frárennsli og rafmagn verður tengt á næstu dögum.  Munu þessar framkvæmdir stórbæta þjónustu við gestina á svæðinu í vetur.  Eins og sjá má er orðið haustlegt í fjallinu og styttist í að skíðavertíðin hefjist.

Allt er á fullu er varðar Hálslyftu sem mun tengja saman T-lyftusvæðið og Bungusvæðið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal. Unnið er að gerð  prófíls og teikningum og er meiningin að mæla út fyrir lyftunni og grafa fyrir lyftuspori og undirstöðum fyrir 15. september n.k.

Ljósmyndir: Egill Rögnvaldsson, birt með leyfi.