Lögregla á Akureyri fékk tilkynningu um ölvun og ágreining á tjaldsvæðinu við Hamra, um kl. 02:30 í nótt og fóru á vettvang og náðist að leysa þann ágreining milli aðila án þess að fjarlægja þyrfti fólk eða setja í fangageymslur.
Um kl. 03:00 var Lögreglu tilkynnt um ógnandi framkomu gestar í Sjallanum gegn dyraverði. Það mál leystist á staðnum.
Lögregla ók nokkrum ofurölvi einstaklingum heim á leið sem höfðu fengið sér heldur mikið ,,neðan í því“ og voru orðnir frekar lasnir af þeim sökum.
Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk um kl. 04:00 beiðni frá bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri vegna manns sem þar var óstýrilátur. Sá hafði verið fluttur þangað af lögreglu stuttu áður vegna ástands. Það leystist með samvinnu lögreglu og heilbrigðisstarfsmanna.
Einhver hiti var í mönnum við Götubarinn í Hafnarstræti um kl. 04:00 og veittust þar nokkrir menn að einum sem tókst að koma sér í skjól á veitingastaðnum og biðja um aðstoð. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku SAk.
Lögregla var með mikið eftirlit á Akureyri og umdæminu og voru margir ökumenn stöðvaðir og kannað með ástand og réttindi.