Allir í rútu og styðjum KF upp í 1. deild !

Þá er komið að lokaleik sumarsins hjá meistaraflokki félagsins. Um er að ræða enn einn úrslitaleik tímabilsins en liðið okkar situr í öðru sæti deildarinnar aðeins stigi frá toppliði Völsungs fyrir þessa lokaumferð deildarinnar.  Leikurinn fer fram laugardaginn 22. september klukkan 14:00.

Leikurinn er gegn Hamar í Hveragerði og er lokaleikur okkar manna í deildinni þetta árið. KF nægir eitt stig úr þessum leik til þess að tryggja sæti sitt í 1. deildinni að ári. Við biðlum því til allra stuðningsmanna KF í Fjallabyggð að skrá sig í þessa ferð og þar með fylla rútuna. Síðast þegar við fórum í svona sætaferð náðum við ekki að fylla rútuna og sökum þess féll mikill kostnaður á félagið. Núna er komið að leiðarlokum þetta sumarið, árangurinn hefur verið stórkostlegur og staðan í deildinni þannig að við eru í dauðafæri að komast upp um deild.

Koma svo stuðningsmenn KF, skráið ykkur í þessa ferð og fyllum rútuna! Síðasti skráningaradagur er fimmtudagurinn 20. september og er það klárt að við þurfum að fylla rútuna. Til þess að skrá sig þarf því algera staðfestingu á því að stuðningsmenn ætli að fara!

Skráning í sima 898-7093 eða á kf@kfbolti.is. Við þurfum 50 manns til þess að þetta gangi upp og ef við verðum svo heppin að fleiri skrá sig þá reddum við því. Verð í rútuna er 3.000 krónur og vonumst við til þess að ná að klára þetta mál sem allra fyrst svo við getum staðfest við fyrirtækið sem sér um aksturinn.

Allir að skrá sig og áfram KF!

Innsent efni: www.kfbolti.is