Allinn og Rauðka skiluðu tilboði fyrir skólamáltíðir á Siglufirði

Fræðslunefnd Fjallabyggðar  gerði verðkönnun á skólamáltíðum fyrir nemendur og starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboði, en það var Allinn og Rauðka á Siglufirði. Nefndin hefur óskað eftir sýnishorni af matseðil vegna skólamáltíðar frá báðum aðilum áður en afstaða verður tekin í málinu.