Allinn – Aðalgata 30 á Siglufirði hefur nú verið í söluferli í talsverðan tíma. Húsið er byggt árið 1924 á sér langa sögu sem bíóhús Siglfirðinga. Ásett verð er aðeins 45 milljónir fyrir rúma 700 fermetra. Byggingin á sér langa sögu og hefur ýmis rekstur reynt fyrir sér þarna síðustu áratugi. Veitinga- og skemmtistaðurinn Allinn var þar síðast í rekstri fyrir nokkrum árum, en síðan hefur húsið staðið ónotað að mestu leiti. Nýja-Bíó var rekið í húsinu á árunum 1982-1998.

Fyrsta kvikmyndasýningin var 25. júlí árið 1924 og var þá húsfyllir, eða 355 manns. Húsið byggði Hinrik Thorarensen og rak hann Nýja bíó í áratugi og tóku synir hans við til ársins 1982, en þá keypti Steingrímur Kristinsson húsið og rekstur og rak til ársins 1992, en þá tók Valbjörn sonur hans við rekstrinum en árið 1999 var síðasta kvikmyndasýngin í húsinu.

Húsið hefur í áranna rás hýst ýmis konar starfsemi. Þar hefur verið rekið kvikmyndahús, sælgætis- og íssala, dansleikjahald, skóverslun, fataverslun og lyfsala. Þarna var um tíma til húsa umboð Tóbaksverslunar ríkisins. Þarna hafa einnig verið reknir veitingastaðir, haldnar leiksýningar, troðið upp með tónleika og haldnir fundir.

Myndlýsing ekki til staðar.