Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur

Fimm þingmenn í norðvesturkjördæmi hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að innanríkisráðherra kanni kosti þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll og Akureyrarflugvöll. Þetta kemur fram á heimasíðu ruv.is.

Segja þingmennirnir að Alexandersflugvöllur sé vel staðsettur þar sem aðflug sé gott, fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Telja flutningsmenn einsýnt að verulegur ávinningur gæti verið í því að byggja Alexandersflugvöll upp sem varaflugvöll og beina því til ráðherra að ráðast í nauðsynlega undirbúningsvinnu og rannsóknir.

Heimild: rúv.is