Alexander Már farinn frá KF

Alexander Már Þorláksson markamaskína KF er farinn til Fram og hefur gert 2 ára samning við félagið og mun því leika í Inkassódeildinni á næsta ári. Alexander lék fyrir Fram árið 2014 og lék 16 leiki í deild og bikar og skoraði 5 mörk. Ári síðar mætti hann til KF og sló í gegn og skoraði 18 mörk í 21 leik. Um þetta má lesa á vef Knattspyrnudeildar Fram. KSÍ hefur ekki enn birt félagsskiptin.

Ljóst er að KF þarf að finna einhvern öflugan markaskorara í staðinn fyrir Alexander sem var algjör lykilmaður í sumar.

Mynd:; fram.is