Ákveðið að endurbyggja Gamla skóla í Dalvíkurbyggð

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að farið verði í endurbyggingu á Gamla skóla og byggingunni falið nýtt hlutverk. Byggðasafnið verði flutt úr Hvoli, fuglasýning og Friðlandsstofa sett upp. Fleiri kostir verða skoðaðir áfram hvað varðar frekari starfsemi í húsinu.

Jafnframt verði áfram til skoðunar framtíðarnýting á elsta hlutanum.

Í kostnaðarmati verkfræðistofu er áætlað að endurbygging Gamla skóla kosti tæpar 200 milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna elsta hlutans um 45 milljónir króna.

Dalvíkurbyggð hefur fengið 35 milljón kr. styrk úr sóknaráætlun vegna Friðlandsstofu – Anddyri Friðlands Svarfdæla. Unnið er út frá því að verkefnið fái stað í Gamla skóla sem verði endurbyggður. Byggðasafnið hefur einnig fengið 10 milljónir króna í öndvegisstyrk úr Safnasjóði vegna verkefnisins.

Könnun um framtíðarhlutverk ,,Gamla skóla