Það þurfti ekki að fresta eða færa viðburði á Akureyri vegna veðurs, en blautt hefur verið í veðri síðan í morgun á Akureyri. Fjölmenni var í Aðalstræti þar sem hátíðarsvæðið er uppsett við Minjasafnið. Skátarnir voru með sölutjöld og viðburði á svæðinu. Frítt var inn á Minjasafnið og Nonnahús og var straumur af gestum þar í gegn í dag.
Nágrannasveitarfjölgin hafa fært viðburðina inn í íþróttahús í dag vegna veðurs en til þess kom ekki á Akureyri.
Gleðilega þjóðhátíð Norðlendingar.
Myndir frá ritstjóra í dag fylgja fréttinni.