Íbúum Akureyrar fjölgaði um 63 á fyrsta ársfjórðungi og voru í lok mars samtals 18.030, en um áramótin voru íbúar sveitarfélagsins 17.966. Íbúum Grýtubakkahrepps fjölagði um tíu á tímabilinu og voru þeir í lok mars 370. Íbúum Eyjafjarðarsveitar fjölgaði um átta og voru þeir í lok mars 1.020. Íbúar í Fjallabyggð voru 2020 í lok mars.
Í lok 1. ársfjórðungs 2013 bjuggu 322.930 manns á Íslandi, 161.960 karlar og 160.970 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.040 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.910 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 206.650 manns.
Fjöldi íbúa í lok mars 2013:
Akureyri | 18.030 |
Norðurþing | 2.850 |
Fjallabyggð | 2.020 |
Dalvíkurbyggð | 1.850 |
Eyjafjarðarsveit | 1.020 |
Hörgársveit | 560 |
Svalbarðsstrandarhreppur | 410 |
Grýtubakkahreppur | 370 |
Skútustaðahreppur | 380 |
Tjörneshreppur | 50 |
Þingeyjarsveit | 920 |
Svalbarðshreppur | 100 |