Akureyri vikublað hættir útgáfu

Útgáfufélagið Fótspor ehf. hefur hætt starfsemi. Þeir hafa gefið út fjölmörg blöð, meðal annars Akureyri vikublað. Björn Þorláksson hefur verið ritstjóri Akureyri vikublaðs í fjögur ár og upplýsir hann um þetta á fésbókinni í dag. Á Akureyri er eitt dagblað sem kemur út einu sinni í viku en það er Vikudagur.

Akureyri Vikublað kom út vikulega á fimmtudögum og var dreift frítt í 14.500 eintökum á öll heimili á Norðurlandi, frá Hvammstanga að Bakkafirði.

Uppfært:

Visir.is greindi frá að Vefpressan ehf. hafi keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út.

27. tbl. 5. árgangur 16. júlí 2015.pdf