Akureyri með nýtt lið í Útsvari

Nýtt lið tekur þátt í spurningaþættinum Útsvari á Rúv fyrir hönd Akureyrar, en Akureyrarstofa hefur valið úr ábendingum sem þeim bárust.

Í nýja liðinu eru Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við kennaradeild HA, Börkur Már Hersteinsson líffræðikennari við VMA og Urður Snædal prófarkalesari.

Nýtt lið Akureyrar mætir liði Mosfellsbæjar 14. nóvember í Sjónvarpinu.