Akureyri besti staður sumarsins að mati Lonely Planet

Ferðavefurinn Lonely Planet hefur gefið út lista með 10 bestu stöðum í Evrópu þetta sumarið. Það voru pistlahöfundar Lonely Planet í Evrópu sem settu saman þennan lista. Svo birta þeir auðvitað mynd frá Siglufirði en ekki Akureyri í fréttinni.

Í umfjölluninni stendur að fyrir 5 árum síðan hafi ferðamennska verið mun minni en hún er í dag á Íslandi, en nú eftir að gengið hrundi, tvö eldgos og fimm kafla í Game of Thrones, er nú litla Ísland komið á kortið hjá ferðamönnum. Flestir ferðamenn heimsækja höfuðborgarsvæðið, Gullna hringinn og Suðurlandið að Skaftafelli. Færri heimsækja Akureyri við Eyjafjörð, en þar búa um 18.000 manns.

Akureyri er númer 1 hjá Lonely Planet á þessum lista.

shutterstock_258568373

Mynd: Nadezda Murmakova