Akureyrarvaka 26-28 ágúst

Akureyrarvaka verður haldin helgina 26.-28. ágúst. Að venju verður setning hennar í Lystigarðinum og af öðrum uppákomum má nefna eyfirska hönnun í miðbænum, Sirkus Íslands, kúbanska dansa og Stórsveit Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð.