Akureyrarstofa styrkir MATUR-INN um 200.000 kr.

Jóhanni Ólafi Halldórssyni f.h. sýningarinnar MATUR-INN 2011 hefur óskað eftir því að stjórn Akureyrarstofu styrki sýninguna vegna húsaleigu í Íþróttahöllinni, eða um kr. 460 þús.

Sýningin MATUR-INN endurspeglar norðlenska matarmenningu í víðum skilningi og telur stjórn Akureyrarstofu mikilvægt að sem flestir hafi tækifæri á að kynna sér hana. Í ljósi þess að ekki verður tekinn aðgangseyrir inn á sýninguna samþykkir stjórnin að styrkja verkefnið um kr. 200.000.