Akureyrarflugvöllur 60 ára

Akureyrarflugvöllur er 60 ára í ár og verður haldin veisla í Flugsafni Íslands næstkomandi laugardag, þann 22. nóvember kl. 13:30. Flugsafnið, Isavia, Flugfélag Íslands og Mýflug kynna starfsemi sína og verður flugvöllurinn opinn fyrir gesti.

Akureyrarflugvöllur er byggður á landfyllingu við ósa Eyjafjarðarár og var tekinn í notkun með uppsettum flugbrautarljósum 5. desember 1954. Í upphafi var yfirborðið möl en árið 1967 var flugbrautin malbikuð en einnig lentu sjóflugvélar á Akureyrarpolli. Áætlunarflug hófst milli Akureyrar og Reykjavíkur árið 1937. Árið 2009 var flugbrautin lengd og malbikuð og er nú 2.400 metrar.

04_20100425

Ljósmynd: velflug.is