Akureyrarbær vill taka á móti flóttafólki
Akureyrarbær fagnar því að íslensk stjórnvöld hafi lýst vilja til að taka á móti flóttamönnum á þessu ári og því næsta. Akureyrarbær hefur sett sig í samband við velferðarráðuneytið og óskað eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.
Árið 2003 tók Akureyrarbær á móti 24 flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu og gekk sú vinna ákaflega vel. Öll stuðningsþjónusta var til fyrirmyndar og bæjarbúar tóku vel á móti þessum nýju íbúum. Allar fjölskyldurnar sem þá komu búa enn á Akureyri.
Heimild: akureyri.is