Akureyrarbær skipar starfshóp um viðbragðsáætlun vegna ofbeldis

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur verið falið að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.  Starfshópurinn á að skila tillögum fyrir lok apríl 2018.

Í starfshópnum eru: Eva Hrund Einarsdóttir, Silja Dögg Baldursdóttur og Eiríkur Björn Björgvinsson.