Akureyrarbær lagar gervigrasið í Boganum
Viðgerðir á gervigrasinu í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri hófust í vikunni og standa í nokkra daga. Leikir í Kjarnafæðismótið í knattspyrnu hafa undanfarnar vikur farið fram á vellinum.
Skipt var um gervigras í Boganum árið 2016. Akureyrarbær fékk nýverið ábendingar um að ástand vallarins hefði versnað til muna og þónokkrar skemmdir væru á gervigrasinu.
Nú er ráðist í nauðsynlegar lagfæringar í góðu samráði við þau íþróttafélög sem standa fyrir æfingum í húsinu.
Heimild: akureyri.is