Akureyrarbær hafnar húsaleigugreiðslum vegna MTR

Bæjarráð Akureyrarbæjar fjallaði um  málefni Menntaskólans á Tröllaskaga síðastliðinn fimmtudag. Þar var tekið fyrir erindi frá Gunnari Inga Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar er  varðar húsaleigugreiðslur vegna Menntaskólans á Tröllaskaga. Bæjaráð Akureyrar hefur hafnað erindi Gunnars Inga en Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn.
mtr