Akureyrarbær greiðir Fjallabyggð 15 milljónir

Þann 4. mars síðastliðinn var undirritað samkomulag milli Fjallabyggðar og Akureyrarbæjar um málefni MTR. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um húsaleigugreiðslur vegna MTR allar götur frá árinu 2010.

Samkomulagið er í tveimur liðum;

  1.  Akureyrarbær greiðir Fjallabyggð 15 m.kr. eingreiðslu vegna húsaleigu.
  2.  Akureyrarbær tekur þátt í kostnaði vegna fyrirhugaðrar byggingar á matar- og félagsaðstöðu fyrir nemendur.

Kostnaðarskipting er eftirfarandi;

  • Ríkið 60%,
  • Fjallabyggð 20%,
  • Önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu 20% í hlutfalli við fólksfjölda.
  • Hlutur Akureyrar er milli 14 – 15% af stofnkostnaði.

Það voru bæjarstjórar sveitarfélaganna þeir Gunnar Ingi Birgisson og Eiríkur Björgvinsson sem skrifuðu undir samkomulagið.

large_gunnar_eirikur_web600Heimild: fjallabyggd.is