Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar.

Í Akrahreppi var tillagan samþykkt með 84 atkvæðum gegn 51.

Í Sveitarfélaginu Skagafirði var kjörsókn var 35,5% prósent. Alls greiddu 1.022 atkvæði, en 2.961 var á kjörskrá.

  • Já sögðu 961
  • Nei sögðu 54
  • Auðir og ógildir voru 7

Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um lokaskil kjörstjórna til Hagstofu.