Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sameinast

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar.

Í Akrahreppi var tillagan samþykkt með 84 atkvæðum gegn 51.

Í Sveitarfélaginu Skagafirði var kjörsókn var 35,5% prósent. Alls greiddu 1.022 atkvæði, en 2.961 var á kjörskrá.

  • Já sögðu 961
  • Nei sögðu 54
  • Auðir og ógildir voru 7

Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um lokaskil kjörstjórna til Hagstofu.