Áki Sölvason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Dalvík/Reyni. Áki kom til liðs við félagið í byrjun árs 2023 og átti frábæra innkomu og var lykilmaður á Íslandsmótinu síðastliðið sumar fyrir Dalvík/Reyni.  Áki er fæddur árið 1999 og er uppalinn í KA en hefur einnig leikið sem lánsmaður með KF, Magna og Völsungi.
Áki lék 17 leiki í deildinni í sumar og skoraði 12 mörk.  Þá lék hann 4 leiki í Lengjubikarnum í voru og skoraði 3 mörk. Í Mjólkurbikarnum lék hann 1 leik og skoraði 1 mark.
Það bíða margir spenntir eftir næsta tímabili þegar liðið leikur í Lengjudeildinni.