Áhrif Héðinsfjarðarganga kynntar í Háskólanum á Akureyri

Áhrif Héðinsfjarðarganga á íbúa Fjallabyggðar verða kynnt í Háskólanum á Akureyri, miðvikudaginn 18. september kl. 12.  Andrea Hjálmsdóttir, lektor í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, kynnir niðurstöður rannsóknanna í erindi sínu á félagsvísindatorgi í Háskólanum á Akureyri.

Konur í Fjallabyggð sækja síður vinnu til Akureyrar eða Dalvíkur en karlar. Bættar samgöngur eru líklegri til að stækka atvinnusvæði karla meira en kvenna, það virðist einnig vera raunin í Fjallabyggð eftir að Héðinsfjarðargöng voru tekin í notkun. Þetta kemur fram í rannsóknum á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganga þar sem sérstaklega var horft til áhrifa þeirra á daglegt líf bæði kynja í Fjallabyggð og þau skoðuð út frá stöðu kynjanna í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

IMG_6672