Áheitaganga Sævars Birgissonar – Sauðárkrókur – Siglufjörður – Ólafsfjörður

Sævar Birgisson, íþróttamaður Fjallabyggðar, stefnir á að keppa í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum 2014 í Sochi í Rússlandi.  Sævar mun helga sig þjálfun og keppni í sinni íþrótt á komandi misserum með þetta markmið að leiðarljósi. Sævar hóf feril sinn sem skíðamaður undir merkjum Ungmennafélagsins Tindastóls og því táknrænt að hefja áheitagöngu sína á hjólaskíðum þann 18. ágúst á Sauðárkróki.

Sævar ætlar að ganga á hjólaskíðum frá Sauðárkróki gegnum Siglufjörð og enda á Ólafsfirði þann 18. ágúst nk.  Vegalengdin, 112 kílómetrar, samsvarar samanlagðri vegalengd allra skíðagöngukeppna á næstu Ólympíuleikum.  Sævar byrjar gönguna kl. 09.00 við Sundlaugina á Sauðárkróki.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja Sævar er bent á áheitareikning: Nr. 1127-05-402247, kt: 150288-2319.

Hægt er að fylgjast með Sævari á heimasíðu hans, www.sbirgisson.com.

Heimild: Feykir.is