Agla Egils sýnir á Kaffi Klöru

Agla Egils opnar sýninguna Hversdagsleikur ævintýranna á Kaffi Klöru í Ólafsfirði, laugardaginn 14. júlí kl. 17:00. Sýningin verður opin til 16. júlí.  Á sýningunni eru vatnslitaðar myndir þar sem Agla notar einnig penna eða tréliti ofan í myndirnar.

Myndefnið byggist á hugarheim ævintýra Öglu þar sem hún leyfir tilfinningum, væntingum, vonum og þrá að sleppa í gegn.

Þórarinn Hannesson mun vera með tónleikaröð sína, 40 ár 40 tónleikar laugardaginn 14. júlí kl. 20:00 á Kaffi Klöru í tilefni þessarar sýningar.

Gistihús Jóa
Kaffi Klara/ Gistihús Jóa