Áfram úrhellisrigning á utanverðum Tröllaskaga í dag

Það heldur áfram að rigna í talsverðu magni fyrir á Norðurlandi í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og skriðuhættu. Reikna má með áframhaldandi úrhellisrigningu á utanverðum Tröllaskaga í allan dag og ekki útlit fyrir að dragi úr úrkomunni þar að ráði fyrr en í nótt. Það verða því gular úrkomuviðvaranir í gildi fyrir norðan í allan dag.
Í ofanálag mun ekki draga úr norðanáttinni að ráði í dag nema þá kannski NV-lands seinnipartinn.
Mjög svalt verður á N-landi, ekki nema 5 til 7 stiga hiti yfir daginn.

Hitinn í nótt fór niður fyrir 4° á Siglufirði og niður fyrir 3° í Ólafsfirði.

Útlit fyrir hefðbundnara sumarveður eftir helgi og þá verðum við vonandi fljót að gleyma þessu leiðinda norðanskoti.

Þetta kemur fram hjá Veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands nú í morgun.