Áfram verður hríðarmugga og skafrenningur um landið norðaustanvert frá Siglufirði og Fljótum austur um á Hérað og norðanverða Austfirði. Það hefur hlánað við sjávarsíðuna, en á fjallvegum verður hiti áfram undir frostmarki. Hægt og bítandi dregur úr N- og NV-áttinni í kvöld og nótt og einnig kemur til með að rofa mikið til á þessum slóðum í nótt.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar nú í kvöld.