Rekstraraðili Hótel Varmahlíðar áformar að stækka hótelið með viðbyggingu. Eftirfarandi hefur verið lagt til við skipulags- og byggingaefnd Skagafjarðar:

  • Rífa gamla viðbyggingu norðan núverandi matsalar og byggja þar herbergisálmu á tveim hæðum.
  • Byggja nýjan veitingastað til suðurs og breyta núverandi matsal.
  • Byggja hæð ofan á álmuna þar sem matsalurinn er í dag.

Hótelið hefur í dag 19 herbergi og rúmar 28 manns í gistingu með matsal fyrir 70-80 gesti.

hotel-varmahlid