Afmælissýning Samúels Jóhannssonar í Hofi

Afmælissýning Samúels Jóhannssonar opnaði í Hofi menningarhúsi á Akureyri í gær. Í verkum sínum vinnur Samúel með akríl, vatnsliti, tússblek, járn og lakk. Viðfangsefni Samúels er mannslíkaminn og andlitið. Að þessu sinni einbeitir hann sér fremur að túlkun andlitsins en formum hinna ýmsu líkamshluta.

Myndverkasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar, rúmlega 30 einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis.

14054960_510172082511018_6690994129072899014_n