Afmælismót í strandblaki á Dalvík

Strandblakmót verður haldið á Dalvík í tilefni þess að strandblaksvellirnir eru orðnir 3 ára. Mótið verður haldið fimmtudaginn 24. júní kl. 17:30 og er skráningarfrestur til hádegis miðvikudaginn 23. júní.  Spilað verður í blönduðum deildum og verður raðað í deildir eftir styrkleika.  Ágóði mótsins fer í viðhaldssjóð fyrir strandvellina á Dalvík.
Skráningar og óskir sendist á netfangið: iris.danielsdottir@gmail.com.
Mótsgjald er 2.000.- kr. á einstakling. Og greiðist inn á reikn. 0177-05-405000, kt. 420511-0510.