Afmælishátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Í desember 2011 keypti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Alþýðuhúsið á Siglufirði með það að markmiði að gera þar vinnustofu og leikvöll sköpunar af ýmsum toga. Hafist var handa við endurgerð hússins með hjálp vina og vandamanna, og var Alþýðuhúsið formlega tekið í notkun sem vinnustofa og heimili með menningarlegu ívafi 19. júlí 2012.  Síðan hafa 120 viðburðir verið settir upp í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og 751 skapandi einstaklingar tekið þátt. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda gesta sem sótt hafa viðburðina en þeir skipta þúsundum.

Aðalheiður hlaut Menningarverðlaun DV 2015 meðal annars fyrir starfið í Alþýðuhúsinu. Og Alþýðuhúsið valið af Eyrarrósinni 2017, eitt af þremur framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni.  Í tilefni af árunum fimm verður efnt til þriggja daga menningarveislu með þéttri dagskrá alla dagana.

Dagskrá í Alþýðuhúsinu

Föstudagur 14. júlí.
17:00 Ávarp – Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Skúlptúrgarður opnaður
21:00 Raftónlist – Arnljótur Sigurðsson
22:00 Raftónlist – Áki Sebastian Frostason
22:30 Vélarnar Þeytir skífum.

Laugardagur 15. júlí
14:00 Kompan sýningaropnun – Guðjón Ketilsson
15:30 Húlladúllan sýning og námskeið á túninu við Alþýðuhúsið – Unnur María Bergsveinsdóttir
16:30 REITIR Workshop Kynning – Arnar Ómarsson
17:30 Matargjörningur – Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
21:00 Djasshljómsveitin LAND – Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock , Eyþór Gunnarsson, hugsanlegir leynigestir

Sunnudagur 16. júlí 
14:00 Frásögn og spjall – Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
14:15 Ljóðadagskrá – Jón Laxdal, Hekla Björt Helgadóttir, Guðbrandur Siglaugsson, Páll Helgason, Margrét Guðbrandsdóttir
16:00 Gjörningur – Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Lóa Björk Björnsdóttir
17:00 Fjöllistasýning – Kyle Driggs, Andrea Murillo