Akureyrarbær fagnar 159 ára afmæli sínu sunnudaginn 29. ágúst og verður því fagnað með ýmsu móti um helgina. Venjan hefur verið að halda Akureyrarvöku sem næst afmælinu en vegna COVID-19 hefur henni verið aflýst. Þeir viðburðir sem verða á dagskrá helgina 27.-29. ágúst í tilefni afmælis sveitarfélagsins lúta ströngum samkomutakmörkunum og verður sóttvarna að sjálfsögðu gætt í hvívetna.
Myndlist, tónlist og ljósasýningar skipa háan sess um helgina og má þar nefna að efnt verður til sönglagatónleika með þátttöku sundlaugargesta í Sundlaug Akureyrar á föstudeginum og þrennir tónleikar verða haldnir á veitingastaðnum Barr í Hofi þar sem koma fram Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Ösp og Örn Eldjárn, Tríó Akureyrar og fleira tónlistarfólk. Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. ágúst. Þar er annars vegar um að ræða sýningu Heklu Bjartar Helgadóttur og hins vegar sýningu á útilistaverki eftir Ragnar Kjartansson.
Ekki má heldur gleyma „Ljósunum í bænum“ þar sem valin hús verða lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Að neðan er dagskrá helgarinnar en nánari upplýsingar er að finna á hallóakureyri.is.
Föstudagurinn 27. ágúst
Kl. 17.00–19.00: Sundlaug Akureyrar
Syngjum í sundi – afmælistónleikar með þátttöku sundlaugargesta
Hljómsveitin Súlur
Kl. 17.00–18.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – blús- og djassstandardar
Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein og Halldór Gunnlaugur
Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum
Laugardagurinn 28. ágúst
Kl. 12.00–13.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – frumsamið efni og hugljúf íslensk dægurlög
Örn Eldjárn og Ösp Eldjárn
Kl. 12.00–23.00: Listasafnið á Akureyri
Villiljóð – Opnun
Hekla Björt Helgadóttir
Undirheimar Akureyrar – Opnun
Ragnar Kjartansson
Kl. 13.00–16.00: Aðalstræti 6
Markaður Lionsklúbbsins Ylfu
Kl. 14.00–14.15: Sundlaug Akureyrar
Dansandi rómantísk akróbatík
Tinna Sif og Jacob Wood
Kl. 14.00–21.00: Portið milli Rub23 og Pennans Eymundsson
Verk Margeirs Dire Sigurðssonar endurgert
Örn Tönsberg og Finnur Fjölnisson
Kl. 15.00: Listasafnið á Akureyri
Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni
Kl. 15.30–18.30: Sundlaug Akureyrar
Plötusnúður á bakkanum
DJ Glódís
Kl. 17.00–18.00: Barr kaffihús
Ljúfir tónar í Hofi – íslensk og erlend dægurlög
Tríó Akureyrar – Valmar Väljaots, Jón Þorsteinn Reynisson og Erla Dóra Vogler
Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum
Sunnudagurinn 29. ágúst
Kl. 9.00–11.00: Sundlaug Akureyrar
Morgundjass
Gítardúóið BabyBop – Dimitrios Theodoropoulos og Jóel Örn Óskarsson
Kl. 11.00-12.00: Listasafnið á Akureyri
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró
Kl. 14.00–15.30: Sundlaug Akureyrar
Tónleikar á bakkanum
Hljómsveit Ara Orra og Dream the Name
Kl. 21.00–00.30: Valdar byggingar
Ljósin í bænum