Aflýsa jólaviðburðum í Fjallabyggð

Árlegum jólaviðburðum í Fjallabyggð líkt og tendrun jólatrjánna fyrstu helgina í aðventu og árlegum jólamarkaði í menningarhúsinu Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkana. Yngri börn úr leik- og grunnskóla Fjallabyggðar munu þó gera sér ferð að trjánum í desember og hengja á þau jólaskraut. Áramótabrennur og flugeldasýningar verða haldnar eins og venjulega sem og á þrettándanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.