Aflétta rýmingu í Varmahlíð – hreinsun hafin

Á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar sem hófst kl. 19:00 í kvöld var tekin ákvörðun um afléttingu rýmingar á síðustu húsum sem enn gilti rýming fyrir í Varmahlíð, þ.e. Laugavegi 15 og 17 og Laugahlíð.
Búið er að komast að upptökum þess vatns sem olli aurskriðunni sl. þriðjudag, beina því framhjá byggðinni og tryggja svæðið þannig með drenun og jarðvegsskiptum.
Vinna við hreinsun og uppbyggingu á svæðinu er hafin og verður haldið áfram næstu daga.
Myndlýsing ekki til staðar.