Aflatölur í Fjallabyggð og samanburður síðustu ára

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur birt tölur yfir fjölda landana og afla í höfnum Fjallabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 18. desember 2018, ásamt samanburði við sama tíma árin 2017 og 2016. Í ár fram til 18. desember voru  22.771 tonn í 1806 löndunum á Siglufirði en 472 tonn í 451 löndunum í Ólafsfirði.

Landanir í Fjallabyggð og samanburður:

2018 Siglufjörður 22771 tonn í 1806 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 472 tonn í 451 löndunum.
2017 Siglufjörður 18499 tonn í 2117 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 562 tonn í 517 löndunum.
2016 Siglufjörður 24038 tonn í 2115 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 645 tonn í 583 löndunum.