Afl- og þrekleikarnir verða haldnir í dag, laugardaginn 30. júlí í samstarfi við Sumarleika Akureyrar. Keppt verður í A og B flokki og hefst keppni kl 12:00, leikarnir fara fram á flötinni fyrir neðan hús Leikfélags Akureyrar. Lagðar verða brautir þar sem keppendur þurfa að vinna sig í gegnum ýmsar greinar sem  saman standa af aflraunum og úthaldi, svo sem róðri, sleða togi, dekkjaveltu, bændagöngu, lyftum á sandpokum, trjádrumbum o.fl.

Einstaklingskeppni

1.       500 metra róður
2.       10 sandpokar í hjólbörur og keyra þær að næstu stöð
3.       10 burpees yfir trjádrumb
4.       hlaupa með trjádrumb að enda brautar og tilbaka
5.       velta dekk 4 sinnum fram og tilbaka
6.       draga “sleða” sem er hjá róðravél að dekkjum og tilbaka
7.       lyfta sandpokum yfir kassa og taka niður
8.       Bóndaganga að enda brautar og tilbaka

Liðakeppni

Liðsmaður #1
– 500m á róðravél
-Taka 10 sandpoka og setja í hjólbörur og keyra þær að næstu stöð
-10  burpees yfir trjádrumb
-Flippa dekki 4 sinnum

Liðsmaður #2
-10  burpees yfir trjádrumb
.-Hlaupa með trjádrumb að enda brautar og til baka
-Velta dekki 4 sinnum fram og til baka
-Draga gúmmíhlunk með reipi

Liðsmaður #3
-Velta dekki 4 sinnum fram og til baka
-Draga gúmmíhlunk með reipi
–Lyfta sandpokum yfir kassa
-Bóndaganga

Ferja þarf hjólböru fulla af sandpokum á hverja stöð í brautinni.