Afhjúpuðu styttuna af Gústa Guðsmanni á Siglufirði

Fjölmenni var saman komin á Ráðhústorginu á Siglufirði í gær við hátíðlega athöfn þegar styttan af Gústa Guðsmanni var opinberuð. Kostnaður við gerð styttunnar er sagður vera rúmlega 10.7 milljónir króna, en styttan var steypt í brons og er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, listamann og myndhöggvara. Fjallabyggð steypti undirlagið og pallinn fyrir styttuna ásamt að koma fyrir bekkjum, og er kostnaður við þetta sagður vera 2,5-3 milljónir. Undirbúningur og gerð styttunnar hófst árið 2017. Það er stjórn Sigurvins – áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði sem stóð fyrir gerð styttunnar og söfnun.