Afhenda áningastaði í Ólafsfirði til Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00 fer fram afhending á áningarstöðunum Reka á Ósbrekkukambi og Bót sunnan Hornbrekkubótar í Ólafsfirði. Það er Ungmennafélagið Vísir ásamt fleirum sem staðið hefur að gerð þessara áningastaða og færa nú Fjallabyggð þá til eignar og umsjónar.

Markaðsstofa Ólafsfjarðar hvetur alla íbúa til að mæta á svæðið.