Ætla auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi í Ólafsfirði

Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands í Fjallabyggð mun auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi á Ólafsfirði í haust sem stofnunin mun skipuleggja og halda utan um. HSN fékk Björgunarsveitarmenn til að taka við hlutverki vettvangsliða en sveitin náði ekki að manna í þessar stöður og sagði sig frá verkefninu. Upphaf málsins var að fækkað var um einn sjúkrabíl í Fjallabyggð og hefur ekki náðst að fylla í skarðið sem varð eftir í Ólafsfirði.