Æskulýðsdagar á Melgerðismelum

Æskulýðsdagar Norðurlands verða haldnir dagana 17.-19. júlí. Þessi fjölskylduskemmtun er haldin á Melgerðismelum í Eyjafirði  af Hestamannafélaginu Funa og er opin öllum. Á dagskránni er meðal annars ratleikur á hestum, þrautabraut, fjölskyldureiðtúr og hringvallarkeppni. Tjaldstæði eru ókeypis. Nánari dagskrá og upplýsingar á vefsíðu funamenn.is

img_4811