Ærslabelgur á Blöndalslóð á Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að nýr ærslabelgur verði uppsettur á Blöndalslóðinni á Siglufirði og mun sú staðsetning verða sett í grenndarkynningu. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð hlaut styrk fyrir kaupum á ærslabelg og voru fimm tillögur að staðsetningu sem komu til greina. Þetta verður frábær viðbót við miðbæinn á Siglufirði og á belgurinn eflaust eftir að vera mikið notaður.

Eins og greint var frá hér á vefnum í lok maí þá sótti Foreldrafélagið Leiftur um styrk til Fjallabyggðar til að setja upp ærslabelg í Ólafsfirði. Styrkurinn var samþykktur og verður belgurinn uppsettur við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði.